Á dögunum opnaði fyrsta verslunarmiðstöðin á Kúbú sem aðeins býður upp hátísku- og lúxusvörur frá framleiðendum á borð við L’Occitane, Bulgari, Mont Blanc og fleirum. Verslunarmiðstöðin en sú fyrsta sinnar tegundar frá byltingunni árið 1959 þegar eyjunni var breytt í kommúnískt ríki undir stjórn Fidel Castro.

Verslunarmiðstöðinni, sem opnuð var í gamalli byggingu hjarta Havana, hefur verið lýst sem einhverskonar musteri kapitalismans og vakið furðu heimamanna sem og gesta. Samkvæmt heimildum eru meðallaun Kúbverja um 24 Bandaríkjadollarar á mánuði, eða sem nemur 2.500 krónum á núverandi gengi. Til samanburðar eru hægt að kaupa úr í verslunarmiðstöðinni sem kosta í um 5.000 dollara og strigaskór sem kosta um 268 dollara eða um 28.000 krónur. Þannig tæki það heimamenn tæpt ár að safna sér fyrir slíku pari.

Landið hefur verð að opnast fyrir umheiminum undanfarin ár og er starfsemin er svar við síauknum fjölda ferðamanna sem sækja landið heim. Í ár er gert ráð fyrir að um fjórar milljónir manna komi til með að heimsækja landið, en það er 15% aukning frá árinu 2016.