Lyfja hagnaðist um 349 milljónir króna árið 2016 samanborið við 254 milljón króna hagnað árið áður samkvæmt ársreikningi félagsins.

Eigið fé í lok árs nam 3,2 milljörðum samanborið við 2,8 milljarða í lok ársins. Framlegð félagsins í fyrra nam 3,2 milljörðum samanborið við 2,8 milljarða árið áður. Eignir Lyfju í árslok 2016 voru metnar á 6,1 milljarð og námu skuldir félagsins á sama tímabili samtals 3 milljörðum.

EBITDA rekstrarhagnaður Lyfju í fyrra nam 748,8 milljónum króna. Í nóvember í fyrra undirritaði Hagar kaupsamning um kaup á öllum hlutum í Lyfju hf. Kaupverðið nam 6,7 milljörðum króna.