The New York Times fjallar um 52 staði til þess að heimsækja á árinu 2018 en þar er þeirri spurningu varpað upp hvort ferðaþjónusta á Íslandi hafi toppað. Svarið er nei, að minnsta kosti ekki fyrir ferðamenn sem sækjast eftir lúxus.

Efnaðir ferðamenn eru þannig hvattir til þess að sækja Ísland heim og njóta upplifana sem aðeins finnast á Íslandi. Fjórir staðir eru nefndir en meðal þeirra eru Mariott Edition hótel sem á að opna í ár sem og hótel Bláa lónsins. Þá er einnig mælt með lúxushótelinu Deplar á norðanvörðum Tröllaskaga sem Viðskiptablaðið fjallaði um á dögunum .

Aðrir staðir sem New York Times eru m.a. borgin New Orleans sem verður 300 ára gömul á árinu, Karíbaafið, Fíji eyjar og Litháen svo eitthvað sé nefnt.