Gengi hlutabréfa Marel sem voru tekinn til viðskipta í kauphöllinni í Amsterdam nú í morgun hafa hækkað um 8% frá útboðsgegni. Gengi bréfanna stendur nú 4 evrum á hlut en útboðsgengi nam 3,7 evrum.

Þegar þetta er skrifað nemur markaðsvirði félagsins því rúmlega 3 milljöðrum evra eða því sem nemur um 420 milljörðum íslenskra króna.

Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marel sló í gong við opnun Euronext markaðarins í Amsterdam í morgun, en eins og Viðskiptablaðið sagði frá í morgun er Marel 132. fyrirrtækið sem skráð er í þessa elstu kauphöll heims, en hún hóf starfsemi árið 1602. Í heildina eru þó yfir 1.300 fyrirtæki skráð í kauphallir Euronext.

Samhliða skráningunni fór fram hlutafjárútboð á 100 milljón nýjum hlutum í félaginu, sem jafngilda 15% hlutafé félagsins, en margföld umframeftirspurn var á útboðsgenginu, bæði frá fagfjárfestum og almennum fjárfestum. Miðað við upphaflegt útboðsgengi nemur markaðsvirði fyrirtækisins 2,82 milljörðum evra, eða sem samsvarar 394 milljörðum íslenska króna.