Gengi Marel hefur aldrei verið hærra en á fimmtudaginn. Stóð gengi bréfanna þá í 262 krónum á hlut.

Gengi Marel hækkaði mjög í nóvember þegar tilkynnt var um yfirtöku á fyrirtækinu MPS. Bréfin lækkuðu skarpt í janúar, en hækkuðu síðan aftur og fóru fram úr fyrra hágildi sínu í gær.

Einstaklingur sem keypti bréf í Marel í desember 1992, þegar þau voru fyrst tekin til viðskipta, hafði á fimmtudaginn hundraðfaldað fjárfestingu sína að nafnvirði án tillits til arðgreiðslna. Hver hlutur kostaði þá 2,62 krónur.

Gengi Marel stóð í 256 krónum við lok viðskipta í gær.