Bókanir erlendra ferðamanna hafa tekið kipp hjá Arctic Adventures undanfarið. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Framkvæmdastjóri Arctic Adventures sem rekur íshellinn á Langjökli segir markaðinn vera að lifna við eftir erfiðan vetur.

Vegna samdráttarins býður Arctic Adventures Íslensdingum 40-50% afslátt af ýmis konar afþreyingu.

„Það var algjört frost í bókunum. Heilu dagana kom ekki ein einasta bókun. Nú er þetta hins vegar byrjað að aukast á ný. við fáum svolítið af bókunum frá Skandinavíu en bókanir koma héðan og þaðan," segir Sigurður í samtali við Morgunblaðið.

Jóhannnes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, áætlar að hingað muni koma 50 þúsund erlendir ferðamenn í ágúst.