Heildarvelta á aðalmarkaði kauphallarinnar með hlutabréf nam 2.631 milljón króna í dag, og úrvalsvísitalan OMXI8 hækkaði um 0,42%.

Reginn leiddi hækkanir með 2,5% hækkun í 307 milljón króna viðskiptum, en þar á eftir komu bréf Eimskipa, sem hækkuðu um 2,2% í 90 milljón króna viðskiptum. Næst kom VÍS með 1,9% hækkun í 240 milljón króna viðskiptum, en önnur félög hreyfðust um undir 1,5%.

Mest velta var með bréf Reita, sem hækkuðu um tæp 1,5% í 516 milljón króna veltu, og Hagar fylgdu fast á hæla þeirra með 0,72% hækkun í 488 milljón króna veltu. Þar næst kom N1 með 0,4% lækkun í 414 milljón króna veltu.

Alls hækkuðu 13 félög, 4 félög lækkuðu, öll undir 1%, og eitt stóð í stað.