Boeing 737-Max flugvélarnar fóru nú nýlega í gegnum flugprófanir hjá evrópskum flugmálayfirvöldum og færast því nær endurkomu í háloftin. Bloomberg greinir frá þessu.

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) mun nú leggjast yfir þau gögn sem komu út úr flugprófununum, en umræddar prófanir fóru fram í Vancouver í Kanada. Kanadíska borgin er staðsett tiltölulega nálægt höfuðstöðvum Boeing í bandarísku borginni Seattle, en ekki var hægt að framkvæma prófanirnar í Seattle vegna strangra ferðatakmarkanna til og frá Bandaríkjunum.

Álíka prófarnir hafa þegar verið gerðar af flugmálayfirvöldum í Bandaríkjunum og Kanada. Ferðatakmarkanir vegna COVID-19 faraldursins hafa seinkað endurkomu Max flugvélanna.

Um eitt og hálft ár er síðan allar Boeing 737-Max flugvélar á heimsvísu voru kyrrsettar og kom sú ákvörðun til vegna tveggja mannskæðra flugslysa með skömmu millibili. Voru bæði slysin tilkomin vegna galla í öryggiskerfi Max-flugvélanna.