Bandaríska skyndibitakeðjan McDonald's hefur greint frá því að fyrirtækið hyggst loka öllum 169 veitingastöðum sínum í norður- og austurhluta Indlands. Samkvæmt frétt Reuters kemur ákvörðunin í kjölfarið á deilum við rekstraraðila McDonald's á svæðinu.

Í tilkynningu frá McDonald's kemur fram að stjórnendur hafi neyðst til þess að taka þessa ákvörðun vegna brota Connaught Plaza Restaurants á sérleyfissamningi við fyrirtækið. Fyrirtækið hefur áður átt í deilum við indverska rekstraraðilann sem varð til þess að 40 stöðum var lokað tímabundið í júní.

Allir 169 staðir þurfa að hætta notkun á vörumerki, nafni, skiltum og uppskriftum McDonald's innan 15 daga. Samkvæmt Madhurima Baksh, stjórnarmanni hjá a Connaught Plaza Restaurants, hefur ákvörðunin áhrif á yfir 6.500 starfsmenn.