Hagur Arma ehf., stærsta leigufyrirtækis landsins í byggingargeiranum, hefur vænkast verulega undanfarin ár samhliða uppgangi byggingargeirans. Armar högnuðust um 445 milljónir króna á síðasta ári og 383 milljónir árið 2017. Rekstrartekjur félagsins hafa ríflega tvöfaldast á síðustu fjórum árum og námu tæplega tveimur milljörðum króna. Eigið fé félagsins hækkaði úr 363 milljónum króna í tæplega 1,4 milljarða króna á árunum 2015 til 2018.

Arðsemi eigin fjár hefur verið á bilinu 68% til 38% á hverju ári á sama tímabili. Arðsemi heildareigna hefur hækkað úr 8% árið 2014 í 14% á síðasta ári. Einn krani fyrir 20 árum Fyrirtækið hóf störf árið 1999 með kaupum á einum  glussakrana  en er í dag með yfir 400 tæki í útleigu. „Við byrjuðum mjög smátt, bara á einum krana.“

Fyrirtækið bætti svo við sig tíu vinnulyftum árið 2001. Ekki hafi endilega verið stefnt að því í upphafi að fyrirtækið yrði jafn umsvifamikið og raun ber vitni. „Þetta var tilviljun að einhverju leyti. Það má segja að þessi sýn á fyrirtækið eins og það er í dag hafi komið á árunum 2004 til 2006.“

N ánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .