Ráðherrar bresku stjórnarinnar voru boðaðir til neyðarfundar þegar í ljós kom að verktakafyrirtækið Carillion, sem er það næststærsta á sínu sviði í Bretlandi, stefndi í gjaldþrot.

Fyrirtækið, sem hefur um 43 þúsund starfsmenn út um allan heim, þar af um 20 þúsund í Bretlandi, lenti í vandræðum vegna kostnaðar umfram áætlanir vegna þriggja verkefna fyrir breska ríkið fyrir samtals 1.430 milljón bresk pund, eða sem nemur 206 milljörðum íslenskra króna.

Jafnframt hefur fyrirtækið tekið að sér gríðaumfangsmiklar framkvæmdir við undirbúning að heimsmeistaramóti FIFA í knattspyrnu í Quatar árið 2022.

Gjaldþrotið gæti haft áhrif á lífeyri fjölda starfsmanna en sérstakur tryggingasjóður lífeyrisgreiðslna munu taka yfir stjórn lífeyrissjóða fyrirtækisins í kjölfar gjaldþrotsins.

Talið er að fyrirtækið skuldi um 30 þúsund fyrirtækjum en fjöldi undirverktaka hafa starfað fyrir fyrirtækið sem breska ríkið hefur sagt að muni halda áfram að fá greitt fyrir verkefni sem ríkið stendur að.

Fyrirtækið hefur mjög umfangsmikinn rekstur og fjölbreytta starfsemi, má þar nefna að það heldur við um 50 þúsund heimilum fyrir hermenn, framreiðir mat fyrir 218 skóla, heldur við 50 fangelsum, reiðir fram 11.500 sjúkrarúm ásamt því að standa fyrir endurnýjun Battersea orkuveitunnar fyrir 400 milljón punda sem og kemur að uppbyggingu háhraðalestar fyrir 1,4 milljarða punda.

David Lidington ráðherra í ríkisstjórn Bretlands hefur hins vegar varað við því að samningar fyrirtækisins við einkaaðila fái einungis stuðning frá ríkinu í tvo daga að því er fram kemur í frétt BBC .