Dóttur­­fé­lagi Haga, Bönunum ehf., verður ó­­heimilt að bjóða Lemon betri við­­skipta­­kjör en samkeppnisaðilum í kjöl­far kaupa Haga á 49% hlut í Djús ehf., sem rekur skyndi­bita­staði undir merkjum Lemon. Þetta kemur fram í á­kvörðun Sam­keppnis­eftir­litsins .

Sjá einnig: Hagar kaupa í Lemon

Í á­kvörðuninni segir að Lemon sé skuld­bundið til að kaupa græn­meti og á­vexti af sam­keppnis­aðilum Banana bjóði þeir slíkar vörur á sam­bæri­legum eða betri kjörum en Bananar. Þá má Lemon ekki heldur semja um kaup á á­kveðnu magni af Bönunum.

Á­stæðan er sátt Haga og Banana við SKE frá árinu 2002, sem er enn í gildi, um að Bönunum sé ó­heimilt að bjóða fé­lögum innan Haga betri kjör um­fram sam­keppnis­aðila til þess að efla sam­keppni. Lemon hefur að mestu keypt á­vexti og græn­meti af Mata hf. en undan­farið hefur fé­lagið einnig keypt þessar vörur af Bönunum.

Sam­keppnis­eftir­litið gerir ekki aðrar at­huga­semdir við sam­runann þar sem að fé­lögin starfa að mestu á ó­tengdum mörkuðum. Aðrir eig­endur Lemon eftir kaupin eru Spi­cy ehf., fé­lag í eigu Jóhönnu Soffíu Birgis­dóttur og Svein­bergs Gísla­sonar, Foss fjár­mál ehf. og Málara­verk­takar ehf.