Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri RB er í ítarlegu viðtali í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Þar ræðir hún breytingar sem ákveðið hefur verið að ráðast í á starfsemi RB og hvers vegna þær séu öllum til hagsbóta .

Ragnhildur bendir á að breytingarnar á starfsemi RB geti einnig leikið lykilhlutverk í baráttunni gegn netglæpum og netveikleikum á borð Log4j. „Í þeirri vinnu sem hefur átt sér stað til að styrkja fjármálainnviðina í baráttunni gegn Log4j hefur RB spilað lykilhlutverk. Að öll umgjörðin sé á einum stað gerir öryggismálin einfaldari. Við rekum t.d. rekstrarvakt sem er starfandi allan sólarhringinn allt árið um kring. Við sjáum að við getum nýtt okkur hana enn betur þegar það koma upp netveikleikar, eins og t.d. Log4j, og að RB sé þá miðpunktur svoleiðis verkefna."

Ragnhildur segir að breyttar áherslur RB geti einnig komið í veg fyrir að íslenskir fjármálainnviðir dragist aftur úr hraðri þróun sem er að eiga sér stað í fjármálainnviðum víða erlendis. „Ísland var fyrsta þjóðin til að bjóða upp á rauntímagreiðslumiðlun og er kröfupotturinn hér einstakur á heimsvísu. Á alþjóðavísu er nú verið að ræða um rauntímagreiðslumiðlun milli landa og við þurfum því að hugsa innviðina okkar út frá því. Það er mikilvægt að við á Íslandi fylgjumst markvisst með því sem er í gangi utan landsteinanna."

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .