Meirihluti Íslendinga er andvígur inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun MMR . Könnunin var framkvæmd 20. til 26. september, en þar kemur fram að 50,6% Íslendinga séu andvíg inngöngu í sambandið, en 28,2% hlynnt inngöngu. 21,2% eru hvorki hlynnt né andvíg inngöngu.

Sé aðeins litið á þá sem taka afstöðu til spurningarinnar þá eru rúm 64% andvíg inngöngu í Evrópusambandið — en tæp 36% hlynnt inngöngu. Meirihluti hefur verið andvígur inngöngu í sambandið síðan júlí 2009, segir í frétt Mbl.is um málið.

Könnunin var gerð, eins og áður hefur komið fram, dagana 20.-26. september. Könnunin var netkönnun og fjöldi svarenda var 985. Svarthlutfall var 90,6%.