Mentis Cura hlýtur 230 milljóna króna styrk til þróunar á áhættugreiningartæki fyrir Alzheimer.

Í dag var tilkynnt að Mentis Cura hafi hlotið hæsta styrk í sumarúthlutun norskra stjórnvalda til frumkvöðlafyrirtækja í gegnum Research Council of Norway. Styrkurinn nemur 16 milljónum norskra króna, eða um 230 milljónum íslenskra, og er til tveggja ára. Styrkurinn er veittur til þróunar á greiningartæki, sem með nýtingu gervigreindar og mynsturgreiningu, metur á grunni á EEG-heilarits líkur á því að sjúklingur með væga vitræna skerðingu þrói með sér Alzheimer-sjúkdóm.

„Við erum bæði stolt og ánægð að hljóta þennan styrk. Umsóknarferlið er strangt og við lítum á það sem ákveðna viðurkenningu að hljóta hæstu mögulegu styrkupphæðina til frekari þróunar á okkar vörum og til marks um vitundarvakningu á því vaxandi og íþyngjandi vandamáli sem miðaugakerfissjúkdómar og hefðbundin greiningarferli eru fyrir bæði heilbrigðiskerfi og sjúklinga”, segir Ásta Mekkín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins á Íslandi.

Mentis Cura stundar rannsóknir og þróun á greiningartækjum fyrir miðtaugakerfissjúkdóma, svo sem Alzheimer og Lewy body-heilabilun og ADHD. Fyrirtækið var stofnað á Íslandi árið 2004 af Kristni Johnsen og er að hluta í eigu íslenskra fjárfesta. Rannsókna- og þróunarmiðstöð fyrirtækisins er í Reykjavík en höfuðstöðvar í Osló.