Gengi úrvalsvísitölu OMXI10 gekk að einhverju leiti til baka eftir mikla hækkun gærdagsins. Vísitalan stendur nú í 2.133 punktum og lækkað um 0,74 prósentustig eða 15,81 punkt í 631 milljón króna viðskiptum.

Mest lækkaði gengi Arion banka um 2,28% og var mest velta með bréf félagsins sem nam 92 milljónum, töluvert minna en gerist og gengur. Standa bréf félagsins í 68,6 krónum hvert en þau hækkuðu um 7,18% í gær eftir að hafa birt uppgjör fyrir annan ársfjórðung á miðvikudag.

Næst mest lækkuðu bréf Reitis um 0,9% og standa þau nú í 55,3 krónum hvert. Bréf félagsins hafa því lækkaði um rúmlega 21% það sem af er ári. Þriðja mesta lækkun var á bréfum Reginns eða um 0,84% og standa þau nú í 17,65 krónum. Félagið mun birta uppgjör úr öðrum ársfjórðungi 13. ágúst næstkomandi.

Mest hækkuðu bréf Icelandair, um 6,56%, í viðskiptum upp á fjórar milljónir króna og standa bréf félagsins í 1,95 krónum hvert. Næst mest hækkun var hjá Kviku banka um 1,03% og þriðja mest hækkun hjá Högum um 0,3%.

Mest velta var með bréf Marel um 203 milljónir króna en félagið lækkaði um 0,55% í viðskiptum dagsins. Hlutabréf Marels hækkuðu um 2,99% í viðskiptum gærdagsins í kjölfar uppgjörs á öðrum ársfjórðungi. Bréfin standa nú í 719 krónum hvert og hafa því hækkað um tæplega 20% það sem af er ári.