Nú þegar árinu fer að ljúka er gott að líta yfir farinn veg og skoða mest lesnu erlendu fréttir Viðskiptablaðsins á árinu 2018. Hér eru þær fréttir sem voru í sætum 1 til 5 yfir þær mest lesnu.

1. Schiff gagnrýnir jafnlaunavottunina

Peter Schiff, sem spáði fyrir um fjármálakreppuna árið 2008, sagði að íslenska jafnlaunavottunin myndi lækka laun í landinu og draga úr framleiðni.

2. Finnar hætta með borgaralaun

Tilraun finnskra stjórnvalda með borgaralaun var ekki fram haldið, en þess í stað átti að skylda atvinnulausa til að vinna.

3. Forstjóri Easyjet spáir gjaldþroti flugfélaga

Johan Lundgren, forstjóri Easyjet, taldi að gjaldþrot fleiri flugfélaga væri yfirvofandi í kjölfar gjaldþrots Primera Air í byrjun október.

4. Stórþingið samþykkir ACER

Meirihluti norska þingsins samþykkti innleiðingu þriðja orkupakka ESB í mars.

5. Fimm yngstu milljarðamæringar heims

Þrír yngstu milljarðamæringar heims eru allir norskir og erfingjar stórfyrirtækja.