Nú þegar árinu 2019 er ný lokið er gott að líta yfir farinn veg og skoða mest lesnu erlendu fréttir Viðskiptablaðsins á árinu. Hér eru þær fréttir sem voru í sætum 1 til 5 yfir þær mest lesnu.

1. Segja frá nýjum galla í Boeing 737 Max

Gallagripurinn Boeing 737 Max var mikið í fréttum á síðasta ári. Allar slíkar vélar voru kyrrsettar á alþjóðavísu í mars og búist er við að vélarnar fari í loftið á ný í fyrsta lagi næsta sumar.

2. Hver er helsti keppinautur McDonald's?

Í apríl var sagt frá því að kjúklingastaðakeðjan umdeilda Chick-fil-A stefndi í að verða sú þriðja stærsta á Bandaríkjamarkaði í sölu.

3. Unity metið á 6 milljarða dollara

Tæknifyrirtækið Unity Technologies, sem stofnað var af íslenska frumkvöðlinum Davíð Helgasyni, var metið á 730 milljarða króna síðasta sumar.

4. Munu farþegar vilja fljúga með 737 Max?

Boeing bíður ærið verkefni að endurheimta traust neytenda, vegna vandamála tengdum 737 Max farþegaþotum félagsins.

5. Stærsti eigandi Boeing áhyggjufullur

Fjárfestingasjóðurinn Vanguard sagði Boeing hafa brugðist rangt við kyrrsetningu 737 Max vélanna.