Óhætt er að segja að árið 2018 hafi verið viðburðaríkt og fjallaði Viðskiptablaðið um ýmislegt á árinu. Hér er listi yfir þær fréttir sem eru í 1-5. sæti yfir mest lesnu fréttir ársins.

1. Isavia hækkar bílastæðagjöld

Bílastæðagjöld í langtímastæði munu hækka fyrir þá sem ekki forpanta á netinu.

2. Selja fyrirtækið vegna veikinda

Fyrirtækið Spretta, sem Stefán Karl hefur byggt upp er komið í söluferli hjá KPMG vegna veikinda hans.

3. Framkvæmdastjórakapall hjá Icelandair

Töluverðar skipulagsbreytingar hafa verið að eiga sér stað hjá flugfélaginu sem vill auka áherslu á kjarnastarfsemi.

4. WOW vill ráða 100 forritara

Flugfélagið mun auglýsa störfin um helgina en stefnan er tekin á að þrefalda fjölda forritara hjá félaginu.

5. Lúxusvörumerki á Hafnartorgið

Reginn á í viðræðum við heimsþekkt lúxusvörumerki á borð við Louis Vuitton og Gucci um opnun verslana á Hafnartorgi.