Óhætt er að segja að árið 2018 hafi verið viðburðaríkt og fjallaði Viðskiptablaðið um ýmislegt á árinu. Hér er listi yfir þær fréttir sem eru í 6-10 sæti yfir mest lesnu fréttir ársins.

6. Fyrirmyndarfyrirtæki - Tíu efstu

Samherji, Icelandair Group og Félagsbústaðir eru efst á lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar yfir Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri.

7. Risaútsala hjá WOW

WOW air hefur útsölu á flugfargjöldum til allra áfangastaða frá og með morgundeginum.

8. Samherja skipt upp

Erlenda starfsemin er komin í sérstakt félag, sem þýðir að hægt er að færa hana úr landi með einföldum hætti.

9. Selur í Granda fyrir 21,7 milljarða

Kristján Loftsson selur um 34% hlut í HB Granda til Guðmundar Kristjánssonar í Brim.

10. Nítján ára íslenskir atvinnurekendur

Arnar Gauti Arnarsson og Bjarki Geir Logason tóku sér hlé frá námi til að sérhæfa sig í markaðssetningu á samfélagsmiðlum.