Efnistök Týspistla ársins voru fjölbreytt, enda árið viðburðaríkt. Eftirfarandi eru 6. til 10. mest lesnu pistlarnir.

6. Sökunautar
Einn helsti frumkvöðull braggamálsins – Dagur B. Eggertsson borgarstjóri – virtist staðráðinn í að halda hneykslinu lifandi þegar hann þvertók fyrir að um nokkurt hneyksli væri að ræða, benti á aðra, og hrópaði að málið væri búið.

7. Svik Jóhönnu
Það var lán í óláni að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur klúðraði kosningunni til stjórnlagaþings, en skipað ráð eftir niðurstöðum hennar, hélt svo ráðgefandi kosningu um stjórnarskrána sem það samdi, og spurði hvort hún skyldi „lögð til grundvallar“ nýrri stjórnarskrá.

8. Gyðingahatur
Einangrunarstefnan gegn Ísrael skaut enn upp kollinum í tengslum við Júróvisjón keppnina í ár þegar síkáti söngvarinn Páll Hjálmtýsson reifaði andstyggilegar hugmyndir um að gyðingar væru „búnir að sauma sig inn í Evrópu á mjög lúmskan hátt á mjög löngum tíma,“ í útvarpsviðtali.

9. Pópúlisminn
Í nýárspistli Týs sagði hann það ef til vill hafa verið skrýtnast í Kryddsíld síðasta árs að eftir alla þessa umræðu um hinn uggvænlega pópúlisma væri Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, loks leidd fram sem maður ársins að mati fréttastofunnar.

10. Brennimerking fram yfir gröf og dauða
Týr benti á að nafn ungrar manneskju, sem hlyti dóm fyrir fjárdrátt, væri brennimerkt um aldur og ævi með opinberri birtingu dómsins, hvar hinn seki er nafngreindur. Nöfn þeirra sem fremji marga svívirðilegustu glæpina séu hinsvegar ekki birt, enda tíðkist slík nafnbirting almennt ekki á Norðurlöndunum.