Hagvöxtur í Bandaríkjunum á þriðja ársfjórðungi var 2,9% en hann hefur ekki verið hærri í tvö ár. Bandaríska hagkerfið er það stærsta í heimi. Þetta kemur fram í tölum bandaríska fjármálaráðuneytisins.

Greiningaraðilar spáðu 2,5% hagvexti, svo hagvöxturinn var talsvert hærri en gert var ráð fyrir. Þessar tölur benda til þess að líklegra verði að seðlabanki Bandaríkjanna hækki stýrivexti fyrir lok ársins.

Mest áhrif á hagvöxtinn hafði aukinn innflutningur. Hagvöxtur í Bandaríkjunum á öðrum ársfjórðungi nam 1,4%, svo hann hefur náð sér á strik á milli ársfjórðunga.

Um málið er fjallað í frétt breska ríkisútvarpsins (BBC).