Jakobsson Capital verðmetur Skeljung á ríflega tuttugu milljarða króna, tæplega fimmtungi hærra verð en markaðsverð Skeljungs þá. Lakari sjóðsstaða og endurskoðun á rekstraráætlun lækkar verðmatið um tæplega 3% en lægri fjármögnunarkostnaður hækkar verðmatið um tæplega 2%.

Hvert hlutabréf er metið á 10,4 krónur. Við lokun markaða á föstudag stóðu bréf Skeljungs í 8,8 krónum. Strengur hefur boðað yfirtökutilboð í Skeljungi á genginu 8,315 krónur. Verðmatsgengið er því 25% hærra en gengið á yfirtökutilboðinu og markaðsverð Skeljungs við lokun markaða á föstudag er átján prósent hærra.

Sjá einnig: Boða yfirtökutilboð í Skeljungi

Yfirtökutilboðið mun berast í síðasta lagi þann 6. Desember og eru það félögin 365 hf., RES 9 og Loran sem standa að baki yfirtökutilboðið. Samanlagt eiga þessu félög 36% hlut í Skeljungi.