Bandaríski bankinn JP Morgan skilaði methagnaði á fyrsta ársfjórðungi að því er The Wall Street Journal greinir frá. Hækkunin nam 35% frá sama tímabili árið áður en kröftugt hagkerfi og breytingar á skattalöggjöfinni eru taldar megin ástæður fyrir auknum hagnaði.

Tekjur bankans jukust um 12% og námu 27,9 milljörðum dala eða sem nemur um 2.700 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Hagnaðurinn var 6,5 milljarðar dala eða sem nemur 650 milljörðum króna.

Þá er bankinn sagður hafa fjárfest meiru í þróun starfseminnar en kostnaður jóikst um 5% og nam 16,1 milljarði samanborið við 15,3 á sama tímabili í fyrra.