Heimsfaraldurinn hefur leitt til mesta falls í alþjóðlegum orkufjárfestum frá skráningu gagna. Fyrir faraldurinn var búist við að fjárfesting myndi hækka um 2% en Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) gerir nú ráð fyrir 20% samdrætti fjárfestingar í orkugeiranum. BBC segir frá.

Fjármögnun jarðeldsneytisfyrirtækja minnkar mest, en fjárfesting í olíufyrirtækjum mun minnka um 30% og búist er við 15% minni fjárfestingu í kolaiðnaðinum, samkvæmt mati IEA. Fjárfesting í endurnýjanlegri orku dragast saman um 10% og er nú um helmingi lægra en það sem þyrfti til að berjast gegn loftslagsbreytingum, segir stofnunin.

Kolefnislosun á heimsvísu hefur lækkað á undanförnum mánuðum vegna faraldursins og minni fjárfestinga á jarðeldsneyti. IEA varar þó við notkun jarðeldsneytis er líklegt til að snarhækka aftur þegar neyðarástandi vegna kórónuveirunnar lýkur. Kínversk stjórnvöld hafa samþykkt tvöfalt fleiri kolabrennsluver á fyrsta ársfjórðungi ársins samanborið við sama tíma í fyrra.

„Kolefnislosun er í sögulegri hnignun en án réttu efnahagslegu björgunpakkanna þá munum við sjá losun snaraukast og lækkunin það sem af er ári verður til einskis,“ segir Faith Birol, framkvæmdastjóri IEA, í viðtali við BBC. Eftir fjármálakrísuna 2008-09 lækkaði kolefnislosun en tók snögglega við sér. Birol segir að „við verðum að læra af sögunni.“

Heildarfjárfesting í orkugeiranum er um 400 milljörðum dollara minni en spár í upphafi árs höfðu gert ráð fyrir.