Fylgi Miðflokksins hækkar í 11,8% í nýrri könnun MMR. Fylgi Miðflokksins var í 9,2% í síðustu könnun sem lauk 3. maí en flokkurinn hefur verið áberandi í umræðu um þriðja orkupakkann að undanförnu. Þingmenn flokksins töluðu um þriðja orkupakkann til rúmlega sex í morgun í pontu á Alþingi.

Píratar tapa fylgi og falla úr 13,4% í 9,8% milli kannana. Fylgi við Framsóknarflokkinn hækkar úr 9,8% í 11,6%.

Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig rúmu prósentustigi og er í rúmu 21% fylgi. Þá lækkar Viðreisn úr 9,2% í 8,4% milli kannana. Samfylkingin stendur í stað í fjórtán prósentum en Vinstri Græn fara í 12,2% í 13,4%. Fylgi Flokks fólksins mældist nú 6,4% og mældist 5,1% í síðustu könnun.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 40,9% en var 40,4% í síðustu mælingu.

Könnunin var framkvæmd 14.-16. maí 2019 og var heildarfjöldi svarenda 978 einstaklingar, 18 ára og eldri.