Fjöldi fyrirtækja sem býður upp á afþreyingu tengda ferðaþjónustu hefur fjölgað gífurlega á tíu árum. Árið 2007 voru fyrirtækin 150 talsins en á þessu ári eru þau 1.348. Allir sem bjóða upp á skipulagðar ferðir þurfa til þess leyfi frá Ferðamálastofu og miðast svarið því við þá sem hafa slík leyfi. Þetta kemur fram í svari ferðamálaráðherra við fyrirspurn frá Elsu Láru Arnardóttur um þróun ferðaþjónustu . Alls hefur fyrirtækjum í ferðaþjónustu fjölgað um 160% á síðustu tíu árum - en eins og sakir standa eru fyrirtækin sem sjá um gistiþjónustu, afþreyingu tengda ferðaþjónustu, rútuþjónustu, bílaleigu og ferðaþjónustu 3.500 talsins.

Einnig hefur fjöldi fyrirtækja sem býður upp á gistingu fjölgað umtalsvert en árið 1998 voru fyrirtæki sem bauð upp á gistingu 653, talan hafði farið upp í 696 fyrirtæki. Í fyrra var fjöldi gististaða hins vegar 1.089 talsins í heildina samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.  Þegar litið er til fjölda bílaleiga á Íslandi þá er sömu sögu að segja, fjöldinn hefur margfaldast á milli áratuga. Árið 1997 voru 33 bílaleigur á Íslandi, árið 2007 var fjöldinn orðinn 56 og nú á þessu ári er fjöldinn orðinn 131 í heildina. Fjöldi ferðaskrifstofa hér á landi á þessu ári fjölgaði úr 68 til 308.