Svo virðist sem 1% lækun fasteignaverðs milli mánaða janúars og febrúars skv. tölum frá þjóðskrá hafi bitnað ill á verði hlutabréfa leigufélaganna í Kauphöllinni. Öll þjú félögin lækkuðu umtalsvert í viðskiptum dagsins; Eik um 4%, Reitir um 3,8%, og Reginn um 3,8%. Töluverð viðskipti voru með bréf félaganna í dag, mest með Reiti eða fyrir 404 milljónir króna, 250 milljónir með bréf Eikar og 125 milljónir með bréf Regins.

Nær allar tölu voru rauðar að degi loknum, en aðeins tvö bréf hækkuðu í verði; bréf Icelandair hækkuðu um tæp 11% og bréf Landsbréfa um 0,4 í viðskiptum fyrir 31 milljónir króna.

Mest velta var með bréf Marels eða tæplega 750 milljónir króna og lækkaði verð bréfanna lítillega í viðskiptunum eða um 0,2%.