Sala matvælaframleiðandans General Mills, sem framleiðir meðal annars Cherrios og Häagen-Dazs, hefur aukist um rúm 20% á fyrsta ársfjórðungi 2020, úr 4,16 milljörðum dollara í 5,02 milljarða. Greinendur höfðu spáð að sala General Mills myndi vera 4,99 milljarðar.

Félagið væntir þess að áhyggjur neytenda á að smitast af COVID-19 faraldrinum og vænt niðursveifla haldi eftirspurn neytenda af heimgerðum mat, fremur en aðkeyptum, áfram hárri. Frá þessu er greint á vef The Wall Street Journal.

Hlutabréf félagsins a hafa hækkað um rúmlega 16% það sem af er árs, lækkað um tæplega 2% í dag og standa nú í 60,5 dollurum hvert.