Mikil viðskipti voru með VÍS í Kauphöllinni í dag, en félagið hækkaði í virði um 2,8%. 1.125 milljónir króna skiptu um hendur í viðskiptum með bréf félagsins. Viðskipti með bréf VÍS voru helmingur allra viðskipta með hlutabréf í Kauphöllinni í dag.

Litlar verðbreytingar voru á flestum öðrum félögum. Össur hækkaði um 1,46% í litlum viðskiptum. TM hækkaði um 0,73%, en Reitir lækkuðu um 0,79%. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,1% og heildarvísitala Kauphallarinnar um 0,37%.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,4% í dag í 4,3 milljarða króna viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,3% í um 1 milljarðs króna viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,4% í 3,3 milljarða viðskiptum.