Hraði efnahagsbatans í Evrópu um þessar mundir kemur flestum að óvörum. Í síðustu viku var tilkynnt um að hagkerfi landa Evrópusambandsins hefðu vaxið um 2,5% á ársgrundvelli á þriðja ársfjörðungi. Einna helst hefur vöxturinn verið eftirtektarverður í mið- og austur Evrópu.

Hagvöxtur í Póllandi og Tékklandi var 5% á þriðja ársfjórðungi, í Lettlandi var hann 6,2% á sama tíma, í Slóavakíu og Litháen var hagvöxtur um 3,4% og í Rúmeníu var hagvöxtur heil 8,6%, en allar tölur eru á ársgrundvelli. Nú hafa menn áhyggjur af því að þennsla fari að gera vart við sig í hagkerfum á svæðinu og það geti farið að ofhitna að því er kemur fram á vef The Wall Street Journal .

Svo hraður vöxtur eins og sum þessara landa hafa verið að sýna, er meiri en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að þau geti vaxið án þess að mynda verðbólguþrýsting á evrusvæðinu.

Þetta er talið mikill viðsnúningur frá því sem áður hefur verið en ríkin sem vonuðust til að sækja hratt fram í lífskjörum, hafa glímt við staðnað efnahagslíf frá því árið 2008 líkt og önnur ríki álfunnar.