Yfirvinnubann flugumferðarstjóra veldur því að seinkanir verða á öllum ferðum Icelanda­ir til Evr­ópu, Banda­ríkj­anna og Kan­ada í dag. Þá hef­ur ferðum til og frá Gauta­borg­ar jafnframt verið af­lýst. Einhverjar raskanir verða einnig á ferðum WOW air.

Á vef mbl.is kemur fram að flug í gegn­um Kefla­vík­ur­flug­völl hef­ur verið tak­markað við neyðar- og sjúkra­flug frá kl. 2 í nótt. Ástæðan er sú að vegna yf­ir­vinnu­banns­ins var ekki hægt að fá af­leys­inga­fólk fyr­ir tvo flug­um­ferðar­stjóra sem til­kynntu sig veika í gær. Tak­mörk­un­inni lýk­ur kl. 7.

Frekari upplýsingar um raskanirnar má finna á heimasíðum Icelandair og WOW air.