Afkoma ríkissjóðs síðasta rúma áratuginn hefur sveiflast frá því að vera í tæplega 200 milljóna króna halla árið 2008, í rétt um 300 milljóna króna afgang árið 2016 að því er Hagstofa Íslands hefur tekið saman.

Hallarekstur ríkissjóðs árin 2008 til væntrar fyrir 2020
Hallarekstur ríkissjóðs árin 2008 til væntrar fyrir 2020
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Eins og Viðskiptablaðið fjallaði um í gær býst Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins við því að ríkissjóður verði rekinn með yfir 100 milljarða króna halla í ár vegna áhrifa Covid 19 veirusýkingarinnar.

Í yfirliti Hagstofunnar eru fjárhæðirnar á afkomu hvers árs, en ástæða mikils afgangs árið 2016 skýrðist einkum af stöðugleikaframlögum slitabúa föllnu fjármálafyrirtækjanna.

Árin 2008, til 2013 var halli á rekstrinum, en árið 2014 var eilítill afgangur og svo aftur halli árið 2015. Síðan var afgangur í þrjú ár, þó ekki mikill árið 2018. Loks var halli í fyrra sem eins og áður segir stefnir í vel rúmlega 100 milljóna króna halla í ár.