Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,22% í dag og stóð í 1.676,52 stigum við lokun markaða. Heildarviðskipti á hlutabréfamarkaði voru rúmlega 2,2 milljarðar króna. Þá hækkaði Aðalvísitala skuldabréfa einnig um 0,31% og stendur í 1.360,84 stigum, en viðskipti með skuldabréf námu tæplega 7,9 milljörðum króna.

Mest hækkuðu bréf Eimskipafélags Íslands, eða um 1,40% í 137 milljóna viðskiptum, sem er töluverður viðsnúningur frá því í gær en þá lækkuðu bréfin um rúmlega 8%. Bréf félagsins fást því nú á 253,50 krónur.

Bréf Össurar lækkuðu mest í dag en í óverulegum viðskiptum.  Langmest viðskipti voru með bréf Marel en þau námu um 1,1 milljarði króna. Marel lækkaði um 0,46% og standa bréf félagsins í 328,00 krónum. Þá lækkuðu bréf þriggja félaga um meira en 1% í óverulegum viðskiptum en það voru Nýherji, Sjóvá og Tryggingamiðstöðin.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,2% í dag 2,2 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,3% í dag í 6,7 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,3% í 1 milljarðs króna viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,4% í 5,1 milljarðs viðskiptum.