Magnús Magnússon, nýráðinn framkvæmdastjóri stefnumótunar og rekstrar hjá Högum, hefur keypt hlutabréf í Högum að andvirði 5,75 milljóna króna í gegnum félagið 2M ehf., en hann er eini hluthafi félagsins.

Í kauphallartilkynningu Haga kemur fram að Magnús hafi fjárfest í 100 þúsund hlutum og greitt 57,5 krónur fyrir hvern hlut.

Sjá einnig: Magnús ráðinn í nýja stöðu hjá Högum

Magnús hóf störf sem framkvæmdastjóri í dag, að því er fram kom í tilkynningu frá Högum um ráðninguna fyrir helgi en áður hafði hann starfað sem sjálfstæður ráðgjafi fyrirtækisins.

Um er að ræða nýja framkvæmdastjórastöðu innan Haga, en Magnús ber meðal annars ábyrgð á stefnumótun og eftirfylgni, viðskiptaþróun, og rekstrargreiningum, þ.m.t. stuðningi við dótturfélög er varðar greiningar og umbótaverkefni.