Skatturinn hefur brýnt fyrir fyrirtækjum að þeim beri lögum samkvæmt að skila ársreikningi eigi síðar en mánuði eftir að reikningurinn var samþykktur á aðalfundi viðkomandi félags, þó eigi síðar en átta mánuðum eftir loks reikningsárs.

Í tilkynningu á vef Skattsins er vakin athygli á því að félög sem beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS) hafi aðeins fjóra mánuði frá lokum reikningsárs til að halda aðalfund og stjórnendum þeirra ber að standa skil á ársreikningi til opinberrar birtingar strax eftir aðalfund.

Bendir Skatturinn, sem Snorri Olsen stýrir, á að ársreikningaskrá beri að leggja stjórnvaldssekt á félög sem vanrækja skyldu sína til að skila ársreikningi til opinberrar birtingar innan þeirra fresta sem kveðið er um í lögum.