Munurinn í efnahagsaðstæðum milli Evrópu og Bandaríkjanna virðist vera að aukast ef marka má aðgerðir Seðlabanka Bandaríkjanna annars vegar og Evrópu hins vegar. Efnahagur Bandaríkjanna virðist vera að taka við sér á meðan efnahagur Evrópu virðist ennþá staðnaður, en gengi Bandaríkjadals gagnvart evru hefur m.a. styrkst um 12% á þessu ári.

Miðað við yfirlýsingar Seðlabanka Evrópu og bankastjórans Mario Draghi þá mun bankinn lækka stýrivexti enn frekar og jafnvel auka við magnbundnar íhlutanir (e. quantitative easing) á fundi bankans á fimmtudag. Daginn eftir mun skýrsla koma út í Bandaríkjunum þar sem fjallað er um stöðu atvinnumarkaðarins en sérfræðingar telja að innihald skýrslunnar muni staðfesta áætlanir Seðlabanka Bandaríkjanna um að hækka stýrivexti í fyrsta sinn í níu ár. Margir hafa beiðið í ofvæni eftir stýrivaxtahækkun í Bandaríkjunum og margir bjuggust við hækkun í september sl.

Sérfræðingar telja að þessar mismunandi aðgerðir seðlabankanna gætu haft þær afleiðingar að styrkja enn frekar við Bandaríkjadal gagnvart evru, en gengi dollarans er í hæsta gildi sem hann hefur verið í um 12 ár.