Bjarni Benediktsson forsætisráðherra finnst mikilvægt að koma því á framfæri að það er fráleitt að hann hafi sagt bankahrun yfirvofandi í viðtali við Sky . Hann segir í færslu á Facebook síðu sinni að alþekkt er að fjármálamarkaðir sveiflast og mörg dæmi um það í sögunni að bankar verði gjaldþrota. Enn fremur tekur forsætisráðherra fram að alþjóðlegar fjármálakrísur hafi orsakað efnahagslegan samdrátt oftar en einu sinni í sögunni.

Hann segir að hann hafi lýst þessari skoðun sinni í þætti Sky — að sagan endurtaki sig. Í umfjöllun Sky var fjallað um hvernig Ísland tók á hruni fjármálakerfisins árið 2008, og þá var sér í lagi beint athygli að þeirri rannsókn sem fór fram á orsökum og aðdraganda hrunsins.

Í viðtalinu við Bjarna segir hann að það muni koma til með að vera bankahrun í framtíðinni. Hann getur þó ekki sagt til hvenær hún verði, en vísar til þess að græði komi til með að leiða til þess að einstaklingar taki slæmar ákvarðanir.