Monsanto, eitt stærsta fræja- og efnafyrirtæki heims, hefur í þó nokkra tíð reynt að koma erfðabreyttum bómullarfræjum inn á Indlandsmarkað. Fyrirtækið hefur þó dregið umsókn sína til baka, þrátt fyrir ítarlegar viðræður við stjórnvöld.

Samkvæmt tilkynningu frá félaginu, var ákveðið að draga umsóknina til baka vegna lagalegrar óvissu. Fyrirtækið er nú þegar með hlutdeild á Indlandsmarkaði, en hafði mikinn áhuga á að kynna ný fræ til leiks.

Monsanto á Indlandi dreifir ýmsum afurðum undir nafninu Mahyco Monsanto Biotech, sem er samstarfsfélag Monsanto og Maharashtra Hybrid Seeds Co. Félagið rukkar fyrirtæki sem nota fræin fyrir afnot.

Monanto hefur þurft að sæta umtalsverðrar gagnrýni undanfarin ár. Félagið hefur einnig átt í erfiðleikum við að komast inn á ýmsa nýmarkaði. Burkina Faso, sem er stærsti bómullarframleiðandi afrísku heimsálfunnar ákvað til að mynda að taka fræ félagsins úr umferð. Monanto hefur einnig þurft að standa í deilum við Argentínu.