Greiningadeild Morgan Stanley spáir því að mikið verðfall gæti orðið á olíumörkuðum. Fjárfestingabankinn segir olíuhreinsistöðvar vera að framleiða langt umfram þá eftirspurn sem er á mörkuðum. Þetta kemur fram í skýrslu bankans, sem birt var á sunnudag.

Bankar á borð við Citigroup hafa einnig áhyggjur af þróun mála. Greiningaraðilarnir telja að olíuhreinsistöðvarnar muni draga verulega úr framleiðslu í náinni framtíð. Líklegt sé að hagkerfi heimsins séu að kólna og eftirspurn eftir bensíni og dísil muni þannig dragast saman. Þegar olíuhreinsistöðvar bregðast við minni eftirspurn, muni það hafa stórfelld áhrif á hráolíumarkaði.