Elon Musk, forstjóri Tesla, tilkynnti á Twitter-aðgangi sínum í gær að hann hyggðist skrá fyrirtækið af markaði með samning sem myndi auka virði fyrirtækisins. Þetta kemur fram í frétt Financial Times .

Musk staðhæfði í tölvupósti til starfsmanna fyrirtækisins að með því að skrá það af markaði myndi Tesla skapa starfsumhverfi sem myndi gera reksturinn betri. Þá losni fyrirtækið við sveiflur í hlutabréfaverði sem auðveldlega geti truflað starfsmenn við störf sín.

Samkvæmt Musk getur afskráningin einnig orðið til þess að fyrirtækið geti einbeitt sér að langtímamarkmiðum sínum og komist undan þeirri kvöð að birta ársfjórðungsuppgjör.

Musk hefur þó ekkert gefið út varðandi það hvenær hann hyggst lát verða af afskráningunni eða hvernig hann muni fjármagna hana.