Fundur Landsvirkjunar um nýja skýrslu um Orkuauðlindir Íslendinga og hagsæld til framtíðar, eftir hagfræðingana Gunnar Haraldsson hjá Intellecon og Magnús Árna Skúlason hjá Reykjavík Economics var haldinn á þriðjudag á Hilton Nordica.

Valur Ægisson og Dagný Ósk Ragnarsdóttir frá viðskiptagreiningu Landsvirkjunar fóru jafnframt yfir alþjóðlega samkeppni íslensks raforkuiðnaðar og ný tækifæri á stórnotendamarkaði. Að lokum voru pallborðsumræður þar sem Magnús Árni Skúlason, Gunnar Haraldsson og Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar Landsvirkjunar, sátu fyrir svörum. Signý Sif Sigurðardóttir, forstöðumaður á fjármálasviði Landsvirkjunar, stýrði fundinum.

© Eva Björk Ægisdóttir (Eva Björk )

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sat íbygginn undir umræðum um skýrsluna.

© Eva Björk Ægisdóttir (Eva Björk )

Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður VG og núverandi stjórnarmaður Landsvirkjunar.

© Eva Björk Ægisdóttir (Eva Björk )

Jónas Þór Guðmundsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, hlýddi athugull á umræðurnar um skýrsluna.

© Eva Björk Ægisdóttir (Eva Björk )

Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa fjarðaál á Íslandi, mætti á fundinn, enda kaupir fyrirtækið töluvert af orku Landsvirkjunar.