Vorráðstefna RB var haldin á dögunum og var hún haldin í samvinnu við Fjártækniklasann. Yfirskrift ráðstefnunnar er "Er Ísland of lítið fyrir banka framtíðarinnar?"

„Bankaþjónusta er að taka miklum breytingum. Ný tækni á borð við blockchain og gervigreind er að ryðja sér til rúms og landamæri í bankaþjónustu eru að verða óljósari með tilkomu áskorenda banka (challenger banks) á borð við Starling og Monzo. Á sama tíma er samstarf hefðbundinna banka og fjártæknifyrirtækja að aukast til muna. Hvernig mun íslenskt fjármálakerfi standa sig í samkeppninni sem er handan við hornið, erum við einfaldlega nógu stór til að taka þátt í þessum breytingum eða verður þetta slagur alþjóðlegra risa?" sagði í fundardagsskránni.

Aðalfyrirlesari fundarins var Leda Glyptis. Leda er þekktur fyrirlesari, rithöfundur og fræðimaður á sviði bankaþjónustu og fjártækni. Leda er sérfræðingur í breytingastjórnun, fjártækni og stafrænum breytingum. Hjá ráðgjafafyrirtækni 11:FS er Leda ábyrg fyrir afkomusviði félagsins þar sem hún starfar m.a. með Jason Bates einum af stofnendum Monzo og Starling. Leda kom til 11:FS frá Qatar National Bank þar sem hún var ábyrg fyrir nýsköpun hjá bankanum. Leda er hafsjór af fróðleik á sviði breytingastjórnunar, stafrænna umbyltinga og stefnumótunar. Það verður áhugavert að heyra hvernig hún lítur á þær breytingar sem eru að verða á stöðu Íslands.

Aðrir sem töluðu á fundinum voru:

  • Gunnlaugur Jónsson hjá íslenska fjártækniklasanum.
  • Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri RB.
  • Kristján Mikaelsson hjá íslensku Blockchain stofnuninni.
  • Thomas Krogh Jenssen, danska fintech stofnunin
  • Bent Dalager hjá KPMG.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Leda Glyptis var aðalfyrirlesari ráðstefnunnar og fjallaði um hvort Ísland væri of lítið fyrir banka framtíðarinnar.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Sigurður Arnar Jónsson, forstjóri Motus ehf.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Helga Valfells, framkvæmdastjóri Crowberry Capital.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Steinþór Pálsson, meðeigandi KPMG.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Herdís Dröfn Fjeldsteð, framkvæmdastjóri FSÍ.