Fullur salur var á hádegisfyrirlestri Grétu Maríu Grétarsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar, og handhafa viðskiptaverðlauna Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar í Háskólanum í Reykjavík í dag.

Fundurinn, var samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík og Viðskiptablaðsins. Gréta María fjallaði um „listina að mistakast“, og sagði frá hennar vegferð og nálgun á stjórnun, því sem hefur mótað hana sem leiðtoga og hver markmið hennar eru í framtíðinni, bæði persónulega og varðandi rekstur Krónunnar.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Gréta María ræddi meðal annars æsku sína en hún ólst fyrstu árin upp á Flateyri en flutti þaðan í Breiðholtið kláraði grunnskólann í Seljaskóla. Gréta María sagði það hafi tekið á að undirbúa fyrirlesturinn þar sem hún bjó í sama húsi sem barn og grófst undir í snjóflóðinu á Flateyri í vikunni.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Þá deildi hún hvernig reynsla hennar af íþróttum hefði nýst henni í starfi. Gréta María skaraði ung fram úr í körfubolta og á að baki landsleiki í körfubolta en þurfi ung að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Gréta María tók þá við sem þjálfari meistaraflokks KR í körfubolta, aðeins 23 ára gömul og var valin besti þjálfari deildarinnar strax sínu fyrsta tímabili.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Gréta María fór einnig yfir áherslur í stjórn Krónunnar og ræddi hvernig hvetja megi starfsmenn til að nýta styrkleika sýna, um áherslu sína á að fletja út skipulag Krónunnar og stuðla að meiri samvinnu milli skrifstofu og verslana Krónunnar.

Þá sagði Gréta María frá því að stór hluti af nýjungum Krónunnar hafi komið eftir ábendingar frá viðskiptavinum, til að mynda í gegnum samfélagsmiðla.

Hægt er að sjá fundinn í heild sinni hér að neðan: