Viðurkenningarhátíð FKA var vel sótt í Gamla bíói í gær. Þrjár konur hlutu viðurkenningar fyrir að hafa verið öðrum konum í atvinnulífinu hvatning og fyrirmynd.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

  • Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir hlaut FKA viðurkenningu 2020 fyrir vel unnin störf í þágu atvinnureksturs kvenna eða þeim sem hafa verið konum í atvinnulífinu sérstök hvatning eða fyrirmynd.
  • Anna Stefánsdóttir hlaut Þakkarviðurkenningu FKA 2020 sem er veitt konu fyrir eftirtektar-vert ævistarf stjórnanda í atvinnulífinu.
  • Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir hlaut Hvatningarviðurkenningu FKA 2020 sem er veitt konu í atvinnulífinu fyrir athyglisvert frumkvæði.

Dómnefndinni skipuðu: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og staðgengill borgarstjóra er formaður. Auk hennar eru í nefndinni Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, Margét Tryggvadóttir, forstjóri NOVA, Kristinn Óli Haraldsson (Króli), tónlistarmaður, leikari, áhrifavaldur og ræðukeppandi, Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs Íslands, Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri tölvuleikjafyrirtækisins CCP og Guðbjörg Matthíasdóttir, útgerðar- og athafnakona í Vestmannaeyjum.

Árlega heiðrar FKA þrjár konur í atvinnulífinu og veitir þeim viðurkenningar til að vekja athygli á eftirtektarverðum konum í atvinnulífinu og er Viðurkenningarhátíðin eini viðburður FKA sem opin er fyrir einstaklinga af öllum kynjum utan FKA.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra flutti erindi og fjölbreyttur hópur fólks úr íslensku atvinnulífi var saman komið til að heiðra og fagna með þessum miklu fyrirmyndum.

© Jens Einarsson (VB MYND/Jens)

Erla Sif Gísladóttir, Inga Sólnes, María Guðmundsdóttir, Álfheiður Marta Kjartansdóttir og Gerður Pálmadóttir.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Brynhildur Bergþórsdóttir, Jónína Bjartmartz, Anna Sigurborg Ólafsdóttir og Magdalena Gestsdóttir.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans sem var í dómnefnd og Áslaug Gunnlaugsdóttir, fulltrúi stjórnar FKA í dómnefnd í ár.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, Rakel Eva Sævarsdóttir, ráðgjafi hjá Deloitte, og Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs og ein þeirra sem sat í dómnefnd.

Melkorka Þöll Vilhjálmsdóttir, Arna Stefanía Guðmundsdóttir, Karítas Ólafsdóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Heiðrún Huld Finnsdóttir og Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir.

Steinunn Guðjónsdóttir, Auður Daníelsdóttir, Hildur Árnadóttir og Guðlaug Sigurðardóttir.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA.