Kórónuveiran COVID-19 hefur víða um heim snúið lífi fólks og heilu hagkerfunum á hvolf. Ferðabönn eru víða í gildi, auk samkomubanna og sums staðar útgöngubanna. Í gær voru staðfest smit í heiminum orðin tæplega 900 þúsund talsins og höfðu ríflega 40 þúsund látist af völdum veirunnar skæðu.

COVID-19. Sjúklingur á leið í hraðlest í París, Frakklandi.
COVID-19. Sjúklingur á leið í hraðlest í París, Frakklandi.
© epa (epa)

Franskir sjúkraliðar ferja COVID-19 sjúkling um borð í hraðlest á Gare d'Austerlitz lestarstöðinni í París. Tvær hraðlestar fluttu 38 COVID-19 smitaða sjúklinga á aðra spítala á Bretagne-svæðinu í Vestur-Frakklandi, þar sem útbreiðslan hefur ekki verið jafn hröð og í höfuðborginni. Útgöngubann hefur verið í landinu síðan 17. mars og er reiknað með að það verði í gildi til a.m.k. 15. apríl en sennilega lengur.

COVID-19. Lest í Bangkok, Taílandi.
COVID-19. Lest í Bangkok, Taílandi.
© epa (epa)

Farþegar um borð í lest í Bangkok, höfuðborg Taílands,freista þess að verja sig gegn kórónuveirusmiti með því að hafa andlitsgrímur fyrir vitum sér. Samkomubann hefur verið sett á í borginni vegna veirunnar og má ætla að undir venjulegum kringumstæðum séu öllu fleiri farþegar um borð í lestum borgarinnar.

COVID-19. Tímabundið sjúkrarými fyrir COVID-19 sjúklinga í London.
COVID-19. Tímabundið sjúkrarými fyrir COVID-19 sjúklinga í London.
© epa (epa)

Nightingale spítalinn í London á Englandi hefur komið upp tímabundnu sjúkrarými í ExCel ráðstefnumiðstöðinni. Er ætlunin að pláss sé fyrir um 4 þúsund COVID-19 sjúklinga í sjúkrarýminu.

COVID-19. Flugvél með vörur til lækninga á flugvelli á Spáni
COVID-19. Flugvél með vörur til lækninga á flugvelli á Spáni
© epa (epa)

Flugvél með um 11,7 tonn af vörum frá Shanghai í Kína, sem ætlaðar eru til lækninga, nýlent á flugvelli í Torrejon de Ardoz, sem staðsettur er í nágrenni Madrídar á Spáni. Kórónuveiran hefur breiðst hratt út á Spáni undanfarið. Í gær höfðu yfir 100 þúsund manns greinst með veiruna og höfðu ríflega 9 þúsund manns látið lífið vegna hennar.

COVID-19. Matarmarkaður á Filipseyjum.
COVID-19. Matarmarkaður á Filipseyjum.
© epa (epa)

Í borginni Quezon City á Filipseyjum hefur matarmörkuðum ekki verið gert að loka þrátt fyrir fjöldatakmarkanir á samkomum. Það getur reynst þrautinni þyngra fyrir verslunarfólk að halda hæfilegri fjarlægð frá viðskiptavinum á þröngum matarmörkuðum sem þessum.