Samningsbrotamál og hlutverk Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, í tveggja stoða kerfi Evrópska efnahagssvæðisins voru í brennidepli á málstofu sem haldin var fyrsta dag mánaðarins í HR á vegum Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar skólans, eftirlitsstofnunar EFTA, utanríkisráðuneytisins og sendinefndar ESB á Íslandi.

Sama dag kynnti starfshópur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, eins frummælanda fundarins, skýrslu um EES-samninginn sem sagði að hann lifði góðu lífi. Útilokar skýrslan að hægt væri að ná sambærilegum samningi í dag ólíkt því þegar hann tók gildi fyrir aldarfjórðungi þegar EFTA var stærra og öflugra, og hætta væri á einangrun, stöðnun og afturför hér á landi ef horfið væri frá honum.

Aðrir frummælendur málstofunnar voru þeir Michael Mann, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, og Dr. Gunnar Þór Pétursson, framkvæmdastjóri innri markaðssviðs ESA. Margrét Einarsdóttir, dósent við lagadeild HR, var fundarstjóri.

Samningsbrotamál og nýjar áskoranir ESA
Samningsbrotamál og nýjar áskoranir ESA
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

Þær Kristín Haraldsdóttir, sérfræðingur í orkurétti, og Halldóra Þorsteinsdóttir, báðar lektorar við lagadeild Háskólans við Reykjavík, létu sig ekki vanta á málstofuna í skólanum.

Samningsbrotamál og nýjar áskoranir ESA
Samningsbrotamál og nýjar áskoranir ESA
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

Doktor Gunnar Þór Pétursson, framkvæmdastjóri innra markaðssviðs Eftirlitsstofnunar EFTA, eða ESA eins og stofnunin er skammstöfuð, var á gömlum heimaslóðum á málstofunni en hann var áður prófessor í Evrópurétti við lagadeild HR.

Samningsbrotamál og nýjar áskoranir ESA
Samningsbrotamál og nýjar áskoranir ESA
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

Samningsbrotamál og nýjar áskoranir ESA
Samningsbrotamál og nýjar áskoranir ESA
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

Hlustað var af mikilli athygli á það sem fram fór í umræðunum á málstofunni, enda mikið í húfi fyrir land og þjóð að bæði tryggja óhindruð viðskipti við meginlandið sem og að tryggja þá hagsmuni sem stjórnvöld hér hverju sinni setja á oddinn.

Samningsbrotamál og nýjar áskoranir ESA
Samningsbrotamál og nýjar áskoranir ESA
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, lét sig málið varða, en engum sögum fór af því hvort hann hefði verið jafnduglegur að spyrja spurninga líkt og á Alþingi.

Samningsbrotamál og nýjar áskoranir ESA
Samningsbrotamál og nýjar áskoranir ESA
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

Samningsbrotamál og nýjar áskoranir ESA
Samningsbrotamál og nýjar áskoranir ESA
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

Ungir sem aldnir og fólk af báðum kynjum og af öllum gerðum og stærðum voru mætt á málstofuna sem haldin var í hádeginu í stofu M209 í Háskólanum í Reykjavík á þriðjudag.

Samningsbrotamál og nýjar áskoranir ESA
Samningsbrotamál og nýjar áskoranir ESA
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

Davíð Þorláksson, fyrrverandi yfirlögfræðingur Icelandair sem nú er forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs SA, lét sig ekki vanta enda miklir hagsmunir fyrir atvinnulífið í húfi í framkvæmd EES-samningsins.

Samningsbrotamál og nýjar áskoranir ESA
Samningsbrotamál og nýjar áskoranir ESA
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

Athygli áheyrenda var óskipt á málstofunni, en meðal þess sem fram kom í skýrslu starfshóps utanríkisráðherra var að allir viðmælendur hans, utan samtakanna Frjálst land og Nei til EU í Noregi, hefðu verið á því að ávinningur væri af EES-samningnum.

Samningsbrotamál og nýjar áskoranir ESA
Samningsbrotamál og nýjar áskoranir ESA
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

Michael Mann, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, var þriðji framsögumaðurinn á málstofu Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar HR, eftirlitsstofnunar EFTA, utanríkisráðuneytisins og sendinefndar sambandsins hér á landi