Á dögunum fór fram Sjávarútvegsdagurinn en Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi stóðu fyrir fundinum í samstarfi við Deloitte og Samtök atvinnulífsins. Fundurinn var haldinn í Silfurbergi í Hörpu. Yfirskrift Sjávarútvegsdagsins var: Hægara er að styðja en reisa.

Kynntar voru niðurstöður gagnagrunns Deloitte um afkomu sjávarútvegsins árið 2018. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, setti fundinn og héldu þau Jónas Gestur Jónasson, löggiltur endurskoðandi hjá Deloitte, Friðrik Gunnarsson, hagfræðingur SFS, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri erindi. Edda Hermannsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsbanka, stýrði fundinum.

Sjávarútvegsmál
Sjávarútvegsmál

Auðvitað vakti það sem fram fór á Sjávarútvegsdegi SFS mismikla athygli fundargesta, en sumir eru auðvitað betri í að gera marga hluti í einu en aðrir.

Sjávarútvegsmál
Sjávarútvegsmál

Ungir sem aldnir hlýddu einbeittir á erindi þeirra Jónasar Gests Jónassonar Friðriks Gunnarssonar og Ásgeirs Jónssonar.

Sjávarútvegsmál
Sjávarútvegsmál

Gestir komu mislangt að á Sjávarútvegsdaginn, þar á meðal þeir Ólafur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellissands, og Pétur Hafsteinn Pálsson í Vísi í Grindavík.

Sjávarútvegsmál
Sjávarútvegsmál

Kristján Ragnarsson, fyrrverandi formaður LÍÚ, eins af fyrirrennurum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi lét sig ekki vanta.

Sjávarútvegsmál
Sjávarútvegsmál

Jónas Gestur Jónasson, löggiltur endurskoðandi hjá Deloitte, kynnti afkomutölur í íslenskum sjávarútvegi á síðasta ári en þær fást úr gagnagrunni Deloitte.

Sjávarútvegsmál
Sjávarútvegsmál

Fjöldi góðra gesta mætti á ráðstefnuna sem haldin var í Silfurbergi í Hörpu, en yfirskrift hennar var Hægara er að styðja en reisa.