Húsfyllir var á Viðskiptaþingi sem haldið var í síðustu viku. Yfirskrift þingsins var: „Skyggni nánast ekkert – forysta í heimi óvissu“. Á þinginu var horft til þeirra áskorana sem mæta leiðtogum á tímum óvissu, þegar óvissa ríkir meira að segja um óvissuna sjálfa, á sama tíma og upplýsingaflæðið er gífurlegt og tækniframfarirnar miklar.

Einnig var fjallað um hvernig auknar áherslur viðskiptasiðferði, samfélagsábyrgð og sjálfbærni séu að gjörbreyta viðskiptaháttum. Á þinginu fjölluðu Paul Polman, sem nýlega lét af störfum sem forstjóri Unilever, og Valerie G. Keller, forstjóri Ernst & Young – Beacon Institute, um þær áskoranir sem viðskiptalífið um allan heim þarf að takast á við í heimi óvissu.

Aðrir ræðumenn voru Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs Íslands, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Margrét Pála Ólafsdóttir, höfundur Hjallastefnunnar. Auk þeirra fluttu fjórir ráðherrar örhugvekju um áskoranir leiðtoga á óvissutímum.

Loks voru fjórar milljónir veittar úr Menntasjóði Viðskiptaráði Íslands til fjögurra nemenda, en í ár sóttu 114 um námsstyrk úr sjóðnum. Styrkþegarnir, sem fengu milljón króna styrk hver, eru þau Arna Sigurjónsdóttir – M.Phil nemi í efnaverkfræði á framhaldsstigi við Cambridge háskóla, Einar Bjarki Gunnarsson – doktorsnemi í aðgerðagreiningu, með meistaragráðu við stærðfræðideild, með áherslu á greiningu og líkindafræði við Minnesota háskóla. Sigurgeir Ólafsson – doktorsnemi í erfðavísindum við Wellcome Trust Sanger Institute í Cambridge, og Steinunn Guðmundsdóttir – LLM nemi í lögum, vísindum og tækni við Stanford háskóla.

Viðskiptaþing 2019
Viðskiptaþing 2019
© María Kjartansdóttir (María Kjartans)

Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, Björn Brynjúlfur Björnsson, formaður Félags Viðskipta- og hagfræðinga og fyrrverandi hagfræðingur Viðskiptaráðs, og Helga Melkorka Óttarsdóttir, lögmaður og faglegur framkvæmdastjóri Logos.

Viðskiptaþing 2019
Viðskiptaþing 2019
© María Kjartansdóttir (María Kjartans)

Lög- og framtíðarfræðingurinn  Bergur Ebbi Benediktsson opnaði Viðskiptaþingið með léttum brag.

Viðskiptaþing 2019
Viðskiptaþing 2019
© María Kjartansdóttir (María Kjartans)

Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs, hélt fyrsta ávarp dagsins

Viðskiptaþing 2019
Viðskiptaþing 2019
© María Kjartansdóttir (María Kjartans)

Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair Group, skemmti sér líka vel á þinginu.

Viðskiptaþing 2019
Viðskiptaþing 2019
© María Kjartansdóttir (María Kjartans)

Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir og Árný Elíasdóttir, stofnendur ráðgjafafyrirtækisins Attentus, hlógu dátt í góðum hópi.

Viðskiptaþing 2019
Viðskiptaþing 2019
© María Kjartansdóttir (María Kjartans)
Þau Paul Polman, fyrrverandi forstjóri Unilever, og, forstjóri Ernst & Young – Beacon Institute, voru sérstakir gestir Viðskiptaþingsins og héldu erindi þar sem þau gáfu öðrum gestum þingsins innsýn í upplýstari og heildrænni viðskiptahætti sem reynst hafi best þegar skyggni er nánast ekkert. Hér hlusta þau á önnur erindi ásamt með þeim Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra.

Viðskiptaþing 2019
Viðskiptaþing 2019
© María Kjartansdóttir (María Kjartans)

Þór Sigfússon, stofnandi Sjávarklasans, naut sín einnig á Viðskiptaþinginu.

Viðskiptaþing 2019
Viðskiptaþing 2019
© María Kjartansdóttir (María Kjartans)

Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, sat með þeim Margréti Pálu Ólafsdóttur, höfundi Hjallastefnunnar, en hún flutti erindið Leiðtogi frá fyrstu skrefum á þinginu, Þórdísi Jónu Sigurðardóttur, stjórnarformanni Hjallastefnunnar og Kosmos og Kaos, og Guðmundi Þorbjarnarsyni, framkvæmdastjóra Eflu.

Viðskiptaþing 2019
Viðskiptaþing 2019
© María Kjartansdóttir (María Kjartans)

Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri Pfaff og Margrét Sanders, fráfrandi formaður SVÞ létu sig heldur betur ekki vanta á þinginu.

Viðskiptaþing 2019
Viðskiptaþing 2019
© María Kjartansdóttir (María Kjartans)

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, Friðjón R. Friðjónsson, framkvæmdastjóri og eigandi Kom ráðgjafar, og Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, nutu góðrar stundar eftir þingið.

Viðskiptaþing 2019
Viðskiptaþing 2019
© María Kjartansdóttir (María Kjartans)

Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri stefnumótunar- og viðskiptaþróunarsviðs Icelandair, og Edda Hermannsdóttir, yfirmaður samskipta, greiningar og markaðsmála Íslandsbanka, tóku því létt á þinginu.

Viðskiptaþing 2019
Viðskiptaþing 2019
© María Kjartansdóttir (María Kjartans)

Fjölmargir góðir gestir mættu á Viðskiptaþingið og gæddu sér á góðum veitingum sem í boði voru.