Úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,79% og stendur því nú í 1.781,83 stigum. Heildarvelta á mörkðum nam 6,7 milljörðum króna, þar af nam vaelta á hlutabréfa markaði 1,3 milljarði og 5,4 milljörðum á skuldabréfabréfamarkaði.

Gengi hlutabréfa N1 lækkaði um 2,06% í 175,2 milljóna króna viðskiptum. Einnig lækkaði gengi Haga talsvert eða um 3% í 46,5 milljóna króna viðskiptum. Eina félagið sem hækkaði í viðskiptum dagsins var Icelandair, en gengi hlutabréfa félagsins hækkaði um 0,48% í 301,9 milljón króna viðskiptum, en mest velta var með bréf Icelandair.

Vísitölur GAMMA

Markaðsvísitala GAMMA lækkaði um 0,3% í dag í 6,7 milljarða viðskiptum. Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,7% í dag í 1,2 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,1% í dag í 5,4 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,1% í 0,3 milljarða. viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,5% í 5,1 milljarða viðskiptum.